Aska Hostel — Vestmannaeyjum

Velkominn til Vestmannaeyja.

Aska – Hostel er gistiheimili  í miðbæ Vestmannaeyja, aðeins 5 mín gangur frá Herjólfi. Á sumrin iðar miðbærinn af lífi, veitingarhúsið GOTT er í sama húsi og Aska Hostel, kaffihús, verslanir og ísbúð í næstu húsum. Það tekur 10 mín að labba í Eldheima og 10-15 mín gangur er í sundlaug, Herjólfsdal og golfvöllinn

Húsið er gamalt með góða sál og þótt herbergin séu bara 8 bjóðum við uppá 2 manna, 3 manna, 4 manna herbergi og svo stórt fjölskylduherbergi á tveimur hæðum en þar er pláss fyrir 6-8 manns. Öll þessi herbergi eru með uppábúnum rúmum.

Við erum Hostel og bjóðum uppá kojurými, þar kaupa gestir staka koju og deila herbergi með öðrum gestum, við erum með tvö þannig herbergi sem taka samtals 14 manns, þar er gert ráð fyrir svefnpokagistingu en hægt er að leigja sængur ef fólk vill, þessi gistimáti er ódýr og nýtur vaxandi vinsælda í dag.

Öll herbergin eru með sameiginlegri snyrtingu, við erum með sturtur á báðum hæðum, sturturnar eru sér í lokuðum klefum og salernin eru sér á öðrum stað í húsinu.

Á sumrin bjóðum við uppá einfaldan morgunmat fyrir gesti gegn vægu gjaldi. Á fyrstu hæð er lítið eldhús þar sem gestir geta eldað sjálfir, einnig er ísskápur og aðrar hirslur fyrir mat.

Ef þú ferð inná “upplýsingar og bókanir” þá getur þú séð upplýsingar um herbergin, verð og hvort það sé laust

Aska nafnið vitnar að sjálfsögðu til eldgossins 1973. Það sem á gekk í gosinu var eins og allir vita átakanlegt og erfiður tími en einnig tími þegar hinn sanni andi eyjamanna kom hvað skýrast í ljós, gestrisnin og hjálpsemin þegar þeir sem héldu sínu þaki skutu skjólshúsi yfir þá sem ekki voru jafn heppnir.

Puffin - Ólafur Gísli Agnarsson

Lundi
Ólafur Gísli Agnarsson

Aurora Borealis - Ólafur Gísli Agnarsson

Norðurljós
Ólafur Gísli Agnarsson

Gesta bíður fjöldi veitingastaða, kaffihúsa og líflegur félagsskapur ásamt nattúrufegurð, frábærra gönguleiða og jafnvel norðurljós séu þeir heppnir.